Banna Taylor Swift að syngja eigin lög á verðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 08:16 Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. Getty Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp. Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp.
Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00