Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2019 07:30 Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira