Hjó hausinn af ketti með öxi og lét ófriðlega Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 16:09 Maðurinn reif til sín köttinn, fór með hann niður í kjallara og hjó þar af honum hausinn. (Hin samsetta mynd tengist fréttinni ekki beint.) Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar. Dómsmál Dýr Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar.
Dómsmál Dýr Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira