Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 12:37 Gunnar Smári telur ekki spurningu um hvort heldur hvar mútuféð til íslenskra stjórnmálamanna leynist. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar? Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar?
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20