„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:57 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14
Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15