„Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 22:25 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00