Í toppstandi og líður vel á vegan mataræði Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Árni Kristjánsson segir kynni sín við CrossFit fyrir áratug hafa gjörbreytt lífi sínu en í dag er hann þjálfari í CrossFit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árni Björn Kristjánsson kynntist CrossFit árið 2009 og vó þá 130 kíló. Í dag starfar Árni sem stöðva- og yfirþjálfari hjá CrossFit XY ásamt því að leggja stund á mastersnám í lögfræði. Þá neytir hann engra dýraafurða. „Ég var duglegur í íþróttum á yngri árum, æfði og keppti í tennis í mörg ár. Þegar ég varð tvítugur byrjaði áhuginn að dvína eins og gerist oft á þeim aldri. Ég þyngdist mjög mikið eftir að ég hætti í íþróttum og árið 2009, þegar ég var 22 ára, var ég orðinn 130 kíló og fékk þá nóg af sjálfum mér. Ég skráði mig þá á grunnnámskeið í CrossFit,“ segir Árni. „Ég féll strax alveg kylliflatur fyrir CrossFit og hef stundað það síðan enda það skemmtilegasta sem ég geri. Upphaflega var ætlunin bara að léttast um nokkur kíló en þetta hefur heldur betur undið upp á sig og í dag er CrossFit stór hluti af lífi mínu.“ Árni segir kynni sín af CrossFit hafa umbreytt lífi sínu til hins betra. „Um leið og ég byrjaði að sjá árangur þá leið mér svo miklu betur, bæði líkamlega og andlega. Það stóð til að setja mig á blóðþrýstingslyf vegna of hás blóðþrýstings en það kom aldrei til þess því blóðþrýstingurinn lækkaði mjög fljótlega eftir að ég byrjaði að léttast. Til lengri tíma þá hefur þetta gjörbreytt lífi mínu.“ Það hafi haft víðtæk áhrif á líf hans. „Ég öðlaðist sjálfstraust sem ég hafði ekki fundið fyrir síðan ég var unglingur og á fullu í íþróttum. Fullur af sjálfstrausti skráði ég mig í háskólanám í lögfræði og fékk mér kennsluréttindi í CrossFit á svipuðum tíma.“Árni og Guðrún Ósk ásamt dóttur sinni, Halldóru Maríu Árnadóttur.Minna sig á „af hverju“ Árni ráðleggur þeim sem vilja hreyfa sig meira en eiga erfitt með að koma sér af stað að líta inn á við og skoða tilganginn. „Ef fólk hefur áhuga á aukinni hreyfingu þá finnst mér mjög mikilvægt að fólk líti aðeins í eigin barm og spyrji sig „af hverju“ það vill hreyfa sig meira. Þegar fólk hefur skýrar ástæður þá verður þetta auðveldara, alveg sama hver ástæðan er. Sumir vilja bara líta betur út, aðrir vilja setja sér markmið um að hlaupa kannski maraþon einn daginn og einhverjir vilja bæta lífsgæði sín til þess að eiga auðveldara með daglegt líf eins og vinnu eða í leik við börnin sín.“ Þrátt fyrir að fá mikla ánægju út úr CrossFit segir Árni að hann þurfi líka stundum að minna sig á ástæðurnar fyrir iðkun sinni. „Þó svo ég elski CrossFit og það er með því skemmtilegasta sem ég geri þá er það mjög erfitt og ég þarf reglulega að minna mig á af hverju í ósköpunum ég er að leggja þetta á mig.“ Þá hafi markmiðin með hreyfingunni breyst með árunum. „Hér áður fyrr æfði ég af hörku til þess að ná sem lengst í íþróttinni og var að keppa á fullu en í dag er mín ástæða sú að ég vil vera í besta mögulega formi sem ég get svo ég geti ávallt verið til staðar fyrir fjölskylduna mína þegar á reynir,“ segir Árni, sem er kvæntur Guðrúnu Ósk Maríasdóttur matvælafræðingi og eiga þau sex ára stelpu. Halldóru Maríu. „Dóttir okkar er langveik en hún er með sjaldgæfan genagalla sem lýsir sér þannig að hún er bæði flogaveik og með hreyfi- og þroskahamlanir.“Hugljómun í kjölfar vettvangsferðar í sláturhús Árni og Guðrún Ósk eru bæði vegan og neyta því engra dýraafurða. „Konan mín varð vegan fyrir þremur árum en ég hef verið vegan í tvö og hálft ár,“ segir Árni. Sú vegferð hófst eftir að Guðrún heimsótti sláturhús. „Fyrir rúmlega þremur árum var Guðrún í meistaranámi í matvælafræði og fór í vettvangsferð í sláturhús og í kjölfarið missti hún alla löngun til að neyta dýraafurða. Þessi eina vettvangsferð opnaði augu okkar og sýndi okkur hversu ógeðfelld fjöldaframleiðsla á dýrum er. Við höfðum alltaf verið dýravinir en töldum kjötneyslu bara eðlilegan part af lífinu.“ Fræinu var sáð og eftir smá rannsóknarvinnu urðu þau hjón fyrir ákveðinni hugljómun og varð þá ekki aftur snúið. „Það var ekki fyrr en við fórum að skoða hlutina betur og sáum hvernig komið er fram við dýr í matvælaiðnaðinum að við fórum að aðhyllast veganisma. Við gátum ekki hugsað okkur að vera ástæða þess að lifandi veru væri slátrað bara svo við gætum fengið okkur kjötstykki í kvöldmat þegar maður getur allt eins útbúið dýrindis máltíð einungis úr hrávörum sem koma úr plönturíkinu.“Árni, Guðrún Ósk og Halldóra María í fjallgöngu á blíðviðrisdegi.Árni segist finna fyrir mikilli vellíðan á vegan mataræði. „Mér hefur liðið mjög vel bæði líkamlega og andlega. Blóðþrýstingur, hjartsláttur og allar blóðprufur eru í toppstandi. Eina sem ég hef þurft að passa upp á er að taka B12 vítamín því þeir sem eru vegan fá ekki B12 úr fæðunni í sama magni og þeir sem neyta dýraafurða.“ Viðbrögðin við ákvörðuninni hafi verið blendin. framan af. „Til að byrja með voru viðbrögðin ekkert sérstaklega jákvæð. Fólk skildi ekki alveg þennan snögga viðsnúning í lífi okkar en sem betur fer verður þetta alltaf auðveldara og auðveldara og sífellt fleiri sem horfa á veganisma með opnum huga og eru tilbúnir til þess að skoða um hvað þetta snýst.“Margþættur ávinningur Árni segir slæma meðferð dýra vera helstu ástæðuna fyrir veganisma þeirra hjóna. „Veganismi skiptir gríðarlega miklu máli því þetta snertir svo mörg svið. Þetta stuðlar að dýravernd sem var einmitt ástæðan fyrir því að ég og konan mín urðum vegan. Svo hefur þetta ótrúlega jákvæð áhrif á umhverfið en það hefur verið margsannað nú að undanförnu hversu slæm áhrif fjöldaframleiðsla á dýrum hefur á umhverfið. Þar fyrir utan getur þetta haft gífurlega jákvæð áhrif á heilsuna svo lengi sem rétt er staðið að mataræðinu.“ Aðspurður hvort hann lumi á ráðum fyrir þau sem eru forvitin um veganisma, segir Árni að líkt og með hreyfinguna, þá skipti máli að minna sig á hvaða ástæður liggi að baki ákvörðuninni. „Sömu ráð og þegar kemur að hreyfingu. Fólk þarf að vita hvers vegna það hefur áhuga á að prófa veganisma. Ástæðan skiptir í raun ekki máli, hvort sem það er vegna dýraverndunarsjónarmiða, umhverfissjónarmiða eða fyrir heilsuna þá er mikilvægt að fólk viti sína ástæðu.“ Það sé einfalt að aðlaga sig að nýju mataræði með því að skipta út dýraafurðum fyrir fjölda staðgengla sem í boði séu. „Síðan í kjölfarið er auðveldast að byrja á því að taka sína uppáhaldsrétti og „veganvæða“ þá en það er hægt að skipta öllum dýraafurðum út fyrir eitthvað sem kemur úr plönturíkinu. Við borðum bara venjulegan og hefðbundinn mat en sleppum öllum dýraafurðum.“ Þá sé hann ávallt reiðubúinn að fræða fólk um kosti þess að sneiða hjá dýraafurðum og bjóði enn fremur upp á námskeið fyrir þau sem eru áhugasöm. „Ég er alltaf tilbúinn til þess að ræða við hvern sem er ef hann vill fræðast meira um veganisma eða plöntumiðað mataræði. Við konan mín höfum meira að segja haldið plöntumiðuð næringarnámskeið og höldum úti síðunni GÓ Heilsa á Instagram og ég hvet fólk til þess að hafa samband ef það vantar hjálp við að byrja.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Matur Vegan Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Árni Björn Kristjánsson kynntist CrossFit árið 2009 og vó þá 130 kíló. Í dag starfar Árni sem stöðva- og yfirþjálfari hjá CrossFit XY ásamt því að leggja stund á mastersnám í lögfræði. Þá neytir hann engra dýraafurða. „Ég var duglegur í íþróttum á yngri árum, æfði og keppti í tennis í mörg ár. Þegar ég varð tvítugur byrjaði áhuginn að dvína eins og gerist oft á þeim aldri. Ég þyngdist mjög mikið eftir að ég hætti í íþróttum og árið 2009, þegar ég var 22 ára, var ég orðinn 130 kíló og fékk þá nóg af sjálfum mér. Ég skráði mig þá á grunnnámskeið í CrossFit,“ segir Árni. „Ég féll strax alveg kylliflatur fyrir CrossFit og hef stundað það síðan enda það skemmtilegasta sem ég geri. Upphaflega var ætlunin bara að léttast um nokkur kíló en þetta hefur heldur betur undið upp á sig og í dag er CrossFit stór hluti af lífi mínu.“ Árni segir kynni sín af CrossFit hafa umbreytt lífi sínu til hins betra. „Um leið og ég byrjaði að sjá árangur þá leið mér svo miklu betur, bæði líkamlega og andlega. Það stóð til að setja mig á blóðþrýstingslyf vegna of hás blóðþrýstings en það kom aldrei til þess því blóðþrýstingurinn lækkaði mjög fljótlega eftir að ég byrjaði að léttast. Til lengri tíma þá hefur þetta gjörbreytt lífi mínu.“ Það hafi haft víðtæk áhrif á líf hans. „Ég öðlaðist sjálfstraust sem ég hafði ekki fundið fyrir síðan ég var unglingur og á fullu í íþróttum. Fullur af sjálfstrausti skráði ég mig í háskólanám í lögfræði og fékk mér kennsluréttindi í CrossFit á svipuðum tíma.“Árni og Guðrún Ósk ásamt dóttur sinni, Halldóru Maríu Árnadóttur.Minna sig á „af hverju“ Árni ráðleggur þeim sem vilja hreyfa sig meira en eiga erfitt með að koma sér af stað að líta inn á við og skoða tilganginn. „Ef fólk hefur áhuga á aukinni hreyfingu þá finnst mér mjög mikilvægt að fólk líti aðeins í eigin barm og spyrji sig „af hverju“ það vill hreyfa sig meira. Þegar fólk hefur skýrar ástæður þá verður þetta auðveldara, alveg sama hver ástæðan er. Sumir vilja bara líta betur út, aðrir vilja setja sér markmið um að hlaupa kannski maraþon einn daginn og einhverjir vilja bæta lífsgæði sín til þess að eiga auðveldara með daglegt líf eins og vinnu eða í leik við börnin sín.“ Þrátt fyrir að fá mikla ánægju út úr CrossFit segir Árni að hann þurfi líka stundum að minna sig á ástæðurnar fyrir iðkun sinni. „Þó svo ég elski CrossFit og það er með því skemmtilegasta sem ég geri þá er það mjög erfitt og ég þarf reglulega að minna mig á af hverju í ósköpunum ég er að leggja þetta á mig.“ Þá hafi markmiðin með hreyfingunni breyst með árunum. „Hér áður fyrr æfði ég af hörku til þess að ná sem lengst í íþróttinni og var að keppa á fullu en í dag er mín ástæða sú að ég vil vera í besta mögulega formi sem ég get svo ég geti ávallt verið til staðar fyrir fjölskylduna mína þegar á reynir,“ segir Árni, sem er kvæntur Guðrúnu Ósk Maríasdóttur matvælafræðingi og eiga þau sex ára stelpu. Halldóru Maríu. „Dóttir okkar er langveik en hún er með sjaldgæfan genagalla sem lýsir sér þannig að hún er bæði flogaveik og með hreyfi- og þroskahamlanir.“Hugljómun í kjölfar vettvangsferðar í sláturhús Árni og Guðrún Ósk eru bæði vegan og neyta því engra dýraafurða. „Konan mín varð vegan fyrir þremur árum en ég hef verið vegan í tvö og hálft ár,“ segir Árni. Sú vegferð hófst eftir að Guðrún heimsótti sláturhús. „Fyrir rúmlega þremur árum var Guðrún í meistaranámi í matvælafræði og fór í vettvangsferð í sláturhús og í kjölfarið missti hún alla löngun til að neyta dýraafurða. Þessi eina vettvangsferð opnaði augu okkar og sýndi okkur hversu ógeðfelld fjöldaframleiðsla á dýrum er. Við höfðum alltaf verið dýravinir en töldum kjötneyslu bara eðlilegan part af lífinu.“ Fræinu var sáð og eftir smá rannsóknarvinnu urðu þau hjón fyrir ákveðinni hugljómun og varð þá ekki aftur snúið. „Það var ekki fyrr en við fórum að skoða hlutina betur og sáum hvernig komið er fram við dýr í matvælaiðnaðinum að við fórum að aðhyllast veganisma. Við gátum ekki hugsað okkur að vera ástæða þess að lifandi veru væri slátrað bara svo við gætum fengið okkur kjötstykki í kvöldmat þegar maður getur allt eins útbúið dýrindis máltíð einungis úr hrávörum sem koma úr plönturíkinu.“Árni, Guðrún Ósk og Halldóra María í fjallgöngu á blíðviðrisdegi.Árni segist finna fyrir mikilli vellíðan á vegan mataræði. „Mér hefur liðið mjög vel bæði líkamlega og andlega. Blóðþrýstingur, hjartsláttur og allar blóðprufur eru í toppstandi. Eina sem ég hef þurft að passa upp á er að taka B12 vítamín því þeir sem eru vegan fá ekki B12 úr fæðunni í sama magni og þeir sem neyta dýraafurða.“ Viðbrögðin við ákvörðuninni hafi verið blendin. framan af. „Til að byrja með voru viðbrögðin ekkert sérstaklega jákvæð. Fólk skildi ekki alveg þennan snögga viðsnúning í lífi okkar en sem betur fer verður þetta alltaf auðveldara og auðveldara og sífellt fleiri sem horfa á veganisma með opnum huga og eru tilbúnir til þess að skoða um hvað þetta snýst.“Margþættur ávinningur Árni segir slæma meðferð dýra vera helstu ástæðuna fyrir veganisma þeirra hjóna. „Veganismi skiptir gríðarlega miklu máli því þetta snertir svo mörg svið. Þetta stuðlar að dýravernd sem var einmitt ástæðan fyrir því að ég og konan mín urðum vegan. Svo hefur þetta ótrúlega jákvæð áhrif á umhverfið en það hefur verið margsannað nú að undanförnu hversu slæm áhrif fjöldaframleiðsla á dýrum hefur á umhverfið. Þar fyrir utan getur þetta haft gífurlega jákvæð áhrif á heilsuna svo lengi sem rétt er staðið að mataræðinu.“ Aðspurður hvort hann lumi á ráðum fyrir þau sem eru forvitin um veganisma, segir Árni að líkt og með hreyfinguna, þá skipti máli að minna sig á hvaða ástæður liggi að baki ákvörðuninni. „Sömu ráð og þegar kemur að hreyfingu. Fólk þarf að vita hvers vegna það hefur áhuga á að prófa veganisma. Ástæðan skiptir í raun ekki máli, hvort sem það er vegna dýraverndunarsjónarmiða, umhverfissjónarmiða eða fyrir heilsuna þá er mikilvægt að fólk viti sína ástæðu.“ Það sé einfalt að aðlaga sig að nýju mataræði með því að skipta út dýraafurðum fyrir fjölda staðgengla sem í boði séu. „Síðan í kjölfarið er auðveldast að byrja á því að taka sína uppáhaldsrétti og „veganvæða“ þá en það er hægt að skipta öllum dýraafurðum út fyrir eitthvað sem kemur úr plönturíkinu. Við borðum bara venjulegan og hefðbundinn mat en sleppum öllum dýraafurðum.“ Þá sé hann ávallt reiðubúinn að fræða fólk um kosti þess að sneiða hjá dýraafurðum og bjóði enn fremur upp á námskeið fyrir þau sem eru áhugasöm. „Ég er alltaf tilbúinn til þess að ræða við hvern sem er ef hann vill fræðast meira um veganisma eða plöntumiðað mataræði. Við konan mín höfum meira að segja haldið plöntumiðuð næringarnámskeið og höldum úti síðunni GÓ Heilsa á Instagram og ég hvet fólk til þess að hafa samband ef það vantar hjálp við að byrja.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Matur Vegan Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira