Íslendingar sjúkir í sódavatn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2019 14:30 Vinsældir sódavatns hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Getty Images Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“ Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“
Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira