Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:45 Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira