Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 22:05 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira