„Minnum svo ökumenn á að skafa vel af öllum rúðum ökutækja sinna. Munum einnig að huga að gangandi vegfarendum í svartasta skammdeginu. Svo má ekki gleyma að minnast á endurskinsmerki - þau auka öryggi gangandi og hjólandi til muna!“
Í dag verður vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, dálítil slydduél eða él á vestanverðu landinu og á annesjum norðaustantil. Annars skýjað með köflum en léttskýjað suðaustanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast í innsveitum á Austurlandi, en frostlaust við vesturströndina yfir daginn.