Innlent

Eftirför á 120 kílómetra hraða

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og eða áfengis.
Minnst fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og eða áfengis. Vísir/Vilhelm
Lögregluþjónar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerðu í nótt tilraun til að stöðva bíl á Bústaðavegi við Flugvallarveg. Markmiðið var að kanna ástand ökumanns en sá stöðvaði ekki. Þá hófst eftirför og var hraði bílsins mældur allt að 120 kílómetrar á klukkustund á meðan á eftirförinni stóð.

Samkvæmt dagbók lögreglu var maðurinn þó stöðvaður við Sprengisand og handtekinn. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fara ekki að fyrirmælum lögreglu, of hraðan akstur og fleira. Honum var sleppt að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.

Minnst fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og eða áfengis. Einn þeirra hafði þar að auki ekki endurnýjað bílpróf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×