Regína Ósk hefur í áraraðir verið ein ástsælasta söngkona landsins eða alveg frá því að hún tók þátt í Eurovision ásamt Friðriki Ómari.
„Held ég sé ágæt í hreyfingum en hef aldrei snert samkvæmisdansa. Ég hef farið á nokkur dansnámskeið í gegnum tíðina t.d. magadans og Bollywood og elska að dansa,“ sagði Regína á sínum tíma í samtali við Vísi.
Max Petrov þekkir keppnina mjög vel en hann fór alla leið á fyrstu þáttaröðinni af Allir geta dansað og vann keppnina ásamt Jóhönnu Guðrúnu .
Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:
• Selma Björnsdóttir
• Karen Reeve
• Jóhann Gunnar Arnarson
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Regínu og Max í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

