Réðst á konu í hesthúsi og gerði gat á höfuð hennar með skeifu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:59 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira