Meintum kynferðisbrotamanni ekki vísað úr dómssal við skýrslugjöf brotaþola Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 20:00 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var felldur úr gildi. Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu. Dómsmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu.
Dómsmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira