Yfirlögregluþjónn vill auka löggæslu til að sporna gegn hraðakstri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 18:17 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi Vísir/Stöð2 Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00
Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45