Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 16:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið/GVA Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi. Dómsmál Fíkn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi.
Dómsmál Fíkn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira