Innlent

Náði myndskeiði af utanvegaakstri sem leiddi til 150 þúsund króna sektar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Skeiðarársandi í sumar.
Frá Skeiðarársandi í sumar. Vísir/Vilhelm
Ökumaður jepplings á Suðurlandi var sektaður um 150 þúsund krónur í síðustu viku fyrir að hafa ekið í hringi utan vegar á Skeiðarársandi. Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á Suðurlandi um verkefni síðustu viku.

Árvökull vegfarandi varð var við hátterni ökumannsins og tók upp myndskeið. Myndskeiðið sendi hann lögreglu sem hafði í framhaldinu upp á ökumanninum. Var hann yfirheyrður og lauk málinu með 150 þúsund króna sektargreiðsslu.

Utanvegaakstur er óheimill samkvæmt lögum hér á landi en þó er heimilt að aka utanvega ef snjór er yfir öllu og aðstæður þannig að bifreiðin fer ekki niður úr snjónum og skemmi þannig jörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×