Aguero meiddist í 2-1 sigri City á Chelsea á laugardaginn en Argentínumaðurinn fór af velli á 76. mínútu er hann meiddist.
Meiðslin eru á sin en nákvæm dagsetning hvenær Aguero snýr til baka er ekki klár. Hann verður frá í nokkrar vikur að sögn Guardiola.
#MCFC manager Pep Guardiola says Sergio Aguero will miss a "few weeks" due to the muscular injury he sustained against #CFC.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 25, 2019
Nokkrir stórir leikir eru framundan hjá City sem er að berjast á toppi deildarinnar en liðið er níu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Hann mun þar af leiðandi missa af grannaslagnum gegn Manchester United 7. desember.
PEP: The position we have is good (one point to quality), but we have not qualified yet. Tomorrow is a chance.
We come back after a demanding game against Chelsea and will see tomorrow how our condition is physically.
Sergio will miss the derby.
— Manchester City (@ManCity) November 25, 2019