Solla og Daði eru spennt að sýna Paso Doble Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:00 Sólveig Eiríksdóttir og Daði Freyr Guðjónsson stilltu sér upp á miðri æfingu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu fimm daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið Sollu og Daða Frey. Sólveig Eiríksdóttir er stofnandi veitingastaðakeðjunnar Gló. Hún seldi á dögunum sinn hlut en verður áfram ráðgjafi hjá Gló til ársins 2021. Hún mun í þáttunum dansa við Daða Frey Guðjónsson sem lenti í fimmta sæti í síðustu þáttaröð með Hugrúnu Halldórsdóttur. Sólveig, betur þekkt sem Solla, gifti sig í sumar og er að láta gamlan draum rætast með þátttöku í Allir geta dansað. „Mig hefur alltaf dreymt um það að vera danskona en það hefur alltaf verið einhver smá fyrirstaða. Þegar ég var sex ára var ég rekin úr dansi fyrir að vera óstyrlát og í engum takti. Nú skulum við athuga hvað gerist,“ sagði Solla í samtali við Vísi á dögunum. Daði Freyr er virkilega hæfileikaríkur dansari. Hann starfar sem danskennari hjá Dans og Jóga og er einnig áhugahlaupari. Daði Freyr tók þátt í uppsetningunni á söngleiknum We Will Rock You sem sýndur verður í Hörpunni um næstu helgi. Hann sagði á Instagram að hann sé spenntur að fá að sýna Paso Doble með Sollu á föstudaginn. Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni: • Selma Björnsdóttir • Karen Reeve • Jóhann Gunnar Arnarson Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Sollu og Daða Frey í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.Daði Freyr tekur stökk.Vísir/Vilhelm GunnarssonDaði Freyr og Solla ná ótrúlega vel saman í þessum tilfinningaþrungna dansi, Paso DobleVísir/Vilhelm Gunnarsson Allir geta dansað Tengdar fréttir Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00 Solla tekur þátt í Allir geta dansað: Rekin úr dansi sem barn Önnur þáttaröð af skemmtiþáttunum Allir geta dansað hefst á Stöð 2 í nóvember. Í þáttunum taka tíu landsþekktir einstaklingar þátt og para sig við fagdansara. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu fimm daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið Sollu og Daða Frey. Sólveig Eiríksdóttir er stofnandi veitingastaðakeðjunnar Gló. Hún seldi á dögunum sinn hlut en verður áfram ráðgjafi hjá Gló til ársins 2021. Hún mun í þáttunum dansa við Daða Frey Guðjónsson sem lenti í fimmta sæti í síðustu þáttaröð með Hugrúnu Halldórsdóttur. Sólveig, betur þekkt sem Solla, gifti sig í sumar og er að láta gamlan draum rætast með þátttöku í Allir geta dansað. „Mig hefur alltaf dreymt um það að vera danskona en það hefur alltaf verið einhver smá fyrirstaða. Þegar ég var sex ára var ég rekin úr dansi fyrir að vera óstyrlát og í engum takti. Nú skulum við athuga hvað gerist,“ sagði Solla í samtali við Vísi á dögunum. Daði Freyr er virkilega hæfileikaríkur dansari. Hann starfar sem danskennari hjá Dans og Jóga og er einnig áhugahlaupari. Daði Freyr tók þátt í uppsetningunni á söngleiknum We Will Rock You sem sýndur verður í Hörpunni um næstu helgi. Hann sagði á Instagram að hann sé spenntur að fá að sýna Paso Doble með Sollu á föstudaginn. Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni: • Selma Björnsdóttir • Karen Reeve • Jóhann Gunnar Arnarson Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Sollu og Daða Frey í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.Daði Freyr tekur stökk.Vísir/Vilhelm GunnarssonDaði Freyr og Solla ná ótrúlega vel saman í þessum tilfinningaþrungna dansi, Paso DobleVísir/Vilhelm Gunnarsson
Allir geta dansað Tengdar fréttir Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00 Solla tekur þátt í Allir geta dansað: Rekin úr dansi sem barn Önnur þáttaröð af skemmtiþáttunum Allir geta dansað hefst á Stöð 2 í nóvember. Í þáttunum taka tíu landsþekktir einstaklingar þátt og para sig við fagdansara. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Solla selur Birgi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. 25. september 2019 06:00
Solla tekur þátt í Allir geta dansað: Rekin úr dansi sem barn Önnur þáttaröð af skemmtiþáttunum Allir geta dansað hefst á Stöð 2 í nóvember. Í þáttunum taka tíu landsþekktir einstaklingar þátt og para sig við fagdansara. 4. september 2019 10:30