Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum. vísir Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira