Icelandair setur stefnuna á enn meiri sjálfvirkni Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 08:56 Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan. Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan.
Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00