Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu

Landsrétturhafði áður dæmt Gísla 2,5 milljónirí skaðabætur vegna málsins en hann höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum.
Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi.
Í málskotsbeiðni Gísla til Hæstaréttar,sem lesa má á vef Hæstaréttar, kemur fram að hann telji að úrslit málsins munu hafa verulegt almennt gildi, ekki síst hvað varði mörk leyfilegar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum en um slíkt sé ekki að finna fordæmi í dómum Hæstaréttar.
Þá reyni einnig á í málinu við hvaða aðstæður megi dæma bætur, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.
Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem málskotsbeiðnin er byggð á, féllst Hæstiréttur því á málskotsbeiðni Gísla.
Tengdar fréttir

Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið harðlega fyrir framgöngu sína í Aserta-málinu og segir menn hafa sagt af sér fyrir minna.

Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti
Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun.

Bætur vegna Aserta-málsins
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða.

Sex ára martröð Aserta-manna lokið
Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar.

Vísað frá dómi
Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara.