Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:58 Lögreglumenn rannsaka vettvang árásarinnar í gærkvöldi. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum. Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum.
Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49