„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira