Innlent

Þrír metnir hæfastir um lausa stöðu dómara við Hæsta­rétt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aðeins verður einn dómari skipaður í stað þeirra tveggja sem eru að hætta.
Aðeins verður einn dómari skipaður í stað þeirra tveggja sem eru að hætta. vísir/vilhelm
Þrír umsækjendur af þeim átta sem sóttu um lausa stöðu dómara við Hæstarétt hafa verið metnir hæfastir til að gegna stöðunni.

Frá þessu greinir í Fréttablaðinu í morgun að þau þrjú sem hæfust þyki séu Ingveldur Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Sigurður Tómas Magnússon. Þau eru öll dómarar við Landsrétt.

Þá segir að þau sem sóttu um hafi fengið erindi þess efnis frá dómnefndinni en frestur til að gera athugasemdir við matið rann út á föstudag.

Tveir dómarar við Hæstarétt hafa tilkynnt ráðherra um að þeir hyggist hætta sökum aldurs, en það eru þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.

Aðeins verður þó einn skipaður í þeirra stað sökum þess að ákveðið hefur verið að fækka dómurum við réttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×