Katrín Lea var í ágúst 2018 krýnd Miss Universe Iceland og öðlaðist þar þátttökurétt í Miss Universe keppninni sem fram fór í Bangkok í desember 2018. Ágúst er hins vegar einn Kickstarter-bræðra og er forstöðumaður trúfélags Zuism hér á landi.
Ágúst birtir á Instagramsíðu sinni mynd af parinu klæddu í Peaky Blinders þema. Skrifar hann við myndina þekkta tilvitnun í þættina. „Men always tell their troubles to a barmaid.“
“Men always tell their troubles to a barmaid”View this post on Instagram
A post shared by Ágúst Arnar Ágústsson (@agustarnar) on Dec 7, 2019 at 2:01pm PST
Ágúst og bróðir hans, Einar, hafa saman verið kallaðir Kickstarter-bræður vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma.
Stendur nú yfir rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum trúfélagsins sem Ágúst er í forsvari fyrir.