Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 10:17 Frá vettvangi björgunaraðgerða 12. nóvember 2015. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19