Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 11:30 Corbyn og Johnson mættust í kappræðum BBC Getty/Leon Neal Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira