Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2019 17:30 Óli og Marta voru glæsileg á sviðinu þrátt fyrir að hafa verið send heim í kvöld. Vísir/M. Flóvent Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00 Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00
Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08