Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield: Bætir hann við marki í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Anfield. Getty/ Alex Dodd Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira