Undraáhrif svarta kattarins í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 12:00 Svarti kötturinn sem birtist í miðjum NFL-leik. Getty/Emilee Chinn Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019 NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira