Lækna-Tómas lenti í „óvæntri rassrifu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 22:54 Tómas með sundskýluna sálugu í höndunum. Facebook/Tómas Guðbjartsson „Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Sjá meira
„Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Sjá meira