Börn geðveikra sett í ruslflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Önnu Margréti finnst ótrúlegt að samfélagið hafi ekki breyst meira frá því að hún var stúlka í sömu aðstæðum og Margrét Lillý. vísir/egill Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira