Börn geðveikra sett í ruslflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Önnu Margréti finnst ótrúlegt að samfélagið hafi ekki breyst meira frá því að hún var stúlka í sömu aðstæðum og Margrét Lillý. vísir/egill Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira