Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 15:30 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. „Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn. Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn.
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59