Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 14:37 Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. Samkeppniseftirlitið hefur frá árinu 2013 haft meint ólögmætt samráð Eimskips og Samskips til rannsóknar. Beinist rannsóknin að því hvort fyrirtækin hafi haft með sér samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Tvisvar í húsleit eftir ábendingar Í tengslum við rannsóknina gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá fyrirtækjunum 10. september 2013 og aftur hjá Eimskipi 4. júní 2014. Hófst þessi rannsókn í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa að því er segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 1. júlí 2019 krafðist Eimskip þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip væri ólögmæt og að henni skyldi hætt og hins vegar að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins við húsleit hjá því 10. desember 2013 og 4. júní 2014 og að afritum gagnanna yrði eytt. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfunni frá í október síðastliðnum og tveimur vikum síðar staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Eftir stóð krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Seinni frestur til andmæla Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að eftirlitið hafi haft möguleg brot fyrirtækjanna til samfelldrar rannsóknar og er hún vel á veg komin. Meðal annars hefur Samkeppniseftirlitið gefið fyrirtækjunum kost á að tjá sig um frummat eftirlitsins og þau gögn sem það byggir á, en eftirlitið gætir andmælaréttar fyrirtækja í málum af þessu tagi með því að gefa út svokallað andmælaskjal. „Eimskipi og Samskipum hefur verið gefið tækifæri til að nýta andmælarétt sinn í tveimur áföngum. Fyrra andmælaskjalið var birt fyrirtækjunum þann 6. júní 2018 og þeim boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri. Hvorugt fyrirtækjanna nýtti sér þann rétt sinn. Síðara andmælaskjalið var birt félögunum í lok síðustu viku. Hafa fyrirtækjunum nú verið gefnir endanlegir frestir til að koma athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir í tilkynningunni. Málið sætir forgangi hjá Samkeppniseftirlitinu. Er umfang rannsóknarinnar, þar á meðal undirliggjandi gagnamagn, án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi. Dómsmál Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. Samkeppniseftirlitið hefur frá árinu 2013 haft meint ólögmætt samráð Eimskips og Samskips til rannsóknar. Beinist rannsóknin að því hvort fyrirtækin hafi haft með sér samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Tvisvar í húsleit eftir ábendingar Í tengslum við rannsóknina gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá fyrirtækjunum 10. september 2013 og aftur hjá Eimskipi 4. júní 2014. Hófst þessi rannsókn í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa að því er segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 1. júlí 2019 krafðist Eimskip þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip væri ólögmæt og að henni skyldi hætt og hins vegar að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins við húsleit hjá því 10. desember 2013 og 4. júní 2014 og að afritum gagnanna yrði eytt. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfunni frá í október síðastliðnum og tveimur vikum síðar staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Eftir stóð krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Seinni frestur til andmæla Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að eftirlitið hafi haft möguleg brot fyrirtækjanna til samfelldrar rannsóknar og er hún vel á veg komin. Meðal annars hefur Samkeppniseftirlitið gefið fyrirtækjunum kost á að tjá sig um frummat eftirlitsins og þau gögn sem það byggir á, en eftirlitið gætir andmælaréttar fyrirtækja í málum af þessu tagi með því að gefa út svokallað andmælaskjal. „Eimskipi og Samskipum hefur verið gefið tækifæri til að nýta andmælarétt sinn í tveimur áföngum. Fyrra andmælaskjalið var birt fyrirtækjunum þann 6. júní 2018 og þeim boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri. Hvorugt fyrirtækjanna nýtti sér þann rétt sinn. Síðara andmælaskjalið var birt félögunum í lok síðustu viku. Hafa fyrirtækjunum nú verið gefnir endanlegir frestir til að koma athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir í tilkynningunni. Málið sætir forgangi hjá Samkeppniseftirlitinu. Er umfang rannsóknarinnar, þar á meðal undirliggjandi gagnamagn, án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.
Dómsmál Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira