Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun nauðsynlegt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2019 13:35 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Vísir/Baldur Hrafnkell Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44
Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59
Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45