Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 18:45 Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís. Fangelsismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís.
Fangelsismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum