Fjarþjónustan, tækifærin og líðan barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun