Guðjón Smári Smárason og Brynjar Ingi halda úti hlaðvarpinu Alvarleikinn þar sem þær ræða ýmis málefni og gera oft á tíðum grín að viðfangsefninu.
Í nýjasta þættinum tóku þeir stefnumótaþáttinn Tinderlaugina fyrir. Þeir horfðu saman á fyrsta þáttinn með Línu Birgittu og Reyni Bergmann og fór gaumgæfilega yfir þáttinn.
Það má með sanni segja að margt í þættinum fékk þá félaga til að skella upp úr og oft á tíðum sprungu þeir hreinlega úr hlátri.
Hér að neðan má sjá nokkuð skrautlega samantekt og gangrýni á Tinderlaugina en þættirnir eru sýndir á Instagram.
Viðbrögð tveggja manna þegar þeir sáu Tinderlaugina
