Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45