Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:11 Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22