Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:15 Ýmissa nýmæla gætir í nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin. vísir/vilhelm Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00