Stormur í vatnsglasi og „á einhverjum misskilningi byggt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 11:17 Jólaþorpshestarnir á ferðinni nú á aðventunni. Facebook/Hafnarfjarðarbær Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00
Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02