Tom Brady og félagar í úrslitakeppnina ellefta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes í snjókomunni í Kansas City í gær. Getty/Peter Aiken Átta lið hafa nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir úrslit fimmtándu umferðarinnar í gær og nótt. Buffalo Bills, New England Patriots, Seattle Seahawks og Green Bay Packers komust öll í úrslitakeppnina með sigri og það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum. FINAL: The @Patriots advance to 11-3 with a playoff-clinching win! #NEvsCIN#GoPatspic.twitter.com/3luwmyUx2c— NFL (@NFL) December 15, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots settu nýtt met með því að komast í úrslitakeppnina ellefta árið í röð. Liðið hefur verið aðeins að hiksta að undanförnu en er öruggt inn í úrslitakeppnina eftir 34-13 útisigur á Cincinnati Bengals. Patriots varð fjórða liðið til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og bættist þar í hóp með Baltimore Ravens, Kansas City Chiefs og New Orleans Saints. Þegar leið á daginn og kvöldið þá bættust fjögur önnur lið við. Seattle Seahawks tryggði sig inn með 30-24 útisigri á Carolina Panthers og Green Bay Packers er öruggt eftir 21-13 sigur á Chicago Bears en bæði fóru inn af því að Los Angeles Rams tapaði á móti Dallas Cowboys. Það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap á móti Atlanta Falcons. FINAL: The @BuffaloBills improve to 10-4! #BUFvsPIT#GoBIlls (by @Lexus) pic.twitter.com/rVRPMQjP34— NFL (@NFL) December 16, 2019 Buffalo Bills var síðan síðasta liðið til að tryggja sig inn eftir 17-10 sigur á Pittsburgh Steelers í Sunnudagskvöldleiknum. Það er mikil spenna í suðurriðli Ameríkudeildarinnar og þar vann Houston Texans gríðarlega mikilvægan 24-21 útisigur á Tennessee Titans. Liðin voru jöfn á toppi riðilsins fyrir leikinn en mætast svo aftur í lokaumferðinni. Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles eru í mikilli keppni í Austurriðli Þjóðardeildarinnar og eru áfram jöfn eftir sigra hjá báðum. Það lítur því út fyrir hreinan úrslitaleik hjá þeim um næstu helgi. Annars setti vetur konungur mikinn svip á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos en hann var spilaður í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir að Patrick Mahomes leiddi Chiefs liðið til sigurs, 23-3. FINAL: The @Chiefs win a wintery Week 15 game! #DENvsKC#ChiefsKingdompic.twitter.com/aYf9dH0eiT— NFL (@NFL) December 15, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni: Pittsburgh Steelers - Buffalo Bills 10-17 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 44-21 San Francisco 49ers - Atlanta Falcons 22-29 Arizona Cardinals - Cleveland Browns 38-24 Los Angeles Chargers - Minnesota Vikings 10-39 Oakland Raiders - Jacksonville Jaguars 16-20 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 24-30 Cincinnati Bengals - New England Patriots 13-34 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 17-38 Green Bay Packers - Chicago Bears 21-13 Kansas City Chiefs - Denver Broncos 23-3 New York Giants - Miami Dolphins 36-20 Tennessee Titans - Houston Texans 21-24 Washington Redskins - Philadelphia Eagles 27-37 FINAL: The @packers improve to 11-3!#GoPackGo#CHIvsGBpic.twitter.com/ZAy2qChwfG— NFL (@NFL) December 15, 2019 Ameríkudeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni) Austurriðill New England Patriots 11-3 Buffalo Bills 10-4 New York Jets 5-9 Miami Dolphins 3-11NorðurriðillBaltimore Ravens 12-2 Pittsburgh Steelers 8-6 Cleveland Browns 6-8 Cincinnati Bengals 1-13Suðurriðill Houston Texans 9-5 Tennessee Titans 8-6 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 5-9VesturriðillKansas City Chiefs 10-4 Oakland Raiders 6-8 Denver Broncos 5-9 Los Angeles Chargers 5-9Þjóðardeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)Austurriðill Dallas Cowboys 7-7 Philadelphia Eagles 7-7 New York Giants 3-11 Washington Redskins 3-11NorðurriðillGreen Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-7 Detroit Lions 3-10SuðurriðillNew Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 7-7 Atlanta Falcons 5-9 Carolina Panthers 5-9VesturriðillSeattle Seahawks 11-3San Francisco 49ers 11-3 Los Angeles Rams 8-6 Arizona Cardinals 4-9 NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Átta lið hafa nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir úrslit fimmtándu umferðarinnar í gær og nótt. Buffalo Bills, New England Patriots, Seattle Seahawks og Green Bay Packers komust öll í úrslitakeppnina með sigri og það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum. FINAL: The @Patriots advance to 11-3 with a playoff-clinching win! #NEvsCIN#GoPatspic.twitter.com/3luwmyUx2c— NFL (@NFL) December 15, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots settu nýtt met með því að komast í úrslitakeppnina ellefta árið í röð. Liðið hefur verið aðeins að hiksta að undanförnu en er öruggt inn í úrslitakeppnina eftir 34-13 útisigur á Cincinnati Bengals. Patriots varð fjórða liðið til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og bættist þar í hóp með Baltimore Ravens, Kansas City Chiefs og New Orleans Saints. Þegar leið á daginn og kvöldið þá bættust fjögur önnur lið við. Seattle Seahawks tryggði sig inn með 30-24 útisigri á Carolina Panthers og Green Bay Packers er öruggt eftir 21-13 sigur á Chicago Bears en bæði fóru inn af því að Los Angeles Rams tapaði á móti Dallas Cowboys. Það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap á móti Atlanta Falcons. FINAL: The @BuffaloBills improve to 10-4! #BUFvsPIT#GoBIlls (by @Lexus) pic.twitter.com/rVRPMQjP34— NFL (@NFL) December 16, 2019 Buffalo Bills var síðan síðasta liðið til að tryggja sig inn eftir 17-10 sigur á Pittsburgh Steelers í Sunnudagskvöldleiknum. Það er mikil spenna í suðurriðli Ameríkudeildarinnar og þar vann Houston Texans gríðarlega mikilvægan 24-21 útisigur á Tennessee Titans. Liðin voru jöfn á toppi riðilsins fyrir leikinn en mætast svo aftur í lokaumferðinni. Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles eru í mikilli keppni í Austurriðli Þjóðardeildarinnar og eru áfram jöfn eftir sigra hjá báðum. Það lítur því út fyrir hreinan úrslitaleik hjá þeim um næstu helgi. Annars setti vetur konungur mikinn svip á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos en hann var spilaður í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir að Patrick Mahomes leiddi Chiefs liðið til sigurs, 23-3. FINAL: The @Chiefs win a wintery Week 15 game! #DENvsKC#ChiefsKingdompic.twitter.com/aYf9dH0eiT— NFL (@NFL) December 15, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni: Pittsburgh Steelers - Buffalo Bills 10-17 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 44-21 San Francisco 49ers - Atlanta Falcons 22-29 Arizona Cardinals - Cleveland Browns 38-24 Los Angeles Chargers - Minnesota Vikings 10-39 Oakland Raiders - Jacksonville Jaguars 16-20 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 24-30 Cincinnati Bengals - New England Patriots 13-34 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 17-38 Green Bay Packers - Chicago Bears 21-13 Kansas City Chiefs - Denver Broncos 23-3 New York Giants - Miami Dolphins 36-20 Tennessee Titans - Houston Texans 21-24 Washington Redskins - Philadelphia Eagles 27-37 FINAL: The @packers improve to 11-3!#GoPackGo#CHIvsGBpic.twitter.com/ZAy2qChwfG— NFL (@NFL) December 15, 2019 Ameríkudeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni) Austurriðill New England Patriots 11-3 Buffalo Bills 10-4 New York Jets 5-9 Miami Dolphins 3-11NorðurriðillBaltimore Ravens 12-2 Pittsburgh Steelers 8-6 Cleveland Browns 6-8 Cincinnati Bengals 1-13Suðurriðill Houston Texans 9-5 Tennessee Titans 8-6 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 5-9VesturriðillKansas City Chiefs 10-4 Oakland Raiders 6-8 Denver Broncos 5-9 Los Angeles Chargers 5-9Þjóðardeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)Austurriðill Dallas Cowboys 7-7 Philadelphia Eagles 7-7 New York Giants 3-11 Washington Redskins 3-11NorðurriðillGreen Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-7 Detroit Lions 3-10SuðurriðillNew Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 7-7 Atlanta Falcons 5-9 Carolina Panthers 5-9VesturriðillSeattle Seahawks 11-3San Francisco 49ers 11-3 Los Angeles Rams 8-6 Arizona Cardinals 4-9
NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti