Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2019 12:46 Michelle Ballarin var á Íslandi þar til í morgun að vinna að endurreisn WOW Air. VÍSIR/BALDUR Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20