Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 14:02 Jólaþorpið í Hafnarfirði er viðkomustaður margra í desember. Nú verður breyting á dagskrá hestvagnaferða. Hafnarfjarðarbær Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“ Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“
Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira