Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 10:23 Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Vísir/Vilhelm Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu. Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22