Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2019 18:45 Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira