Framsóknarfjölmiðlun Starri Reynisson skrifar 13. desember 2019 12:45 Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Starri Reynisson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar